"VÁ HVAÐ ÉG TENGI"

Við leggjum áherslu á að vinna efni sem fólk getur lært af, þroskast með eða fengið hugljómun. Við viljum að hlustendur okkar geti tengt við umræðuefnið.

Markmiðið er að hjálpa fólki að verða enn betra í því sem það er að taka sér fyrir hendur. Gefa hlustendum greiðan aðgang að hugarfari og persónulegum raunum frumkvöðla sem er framúrskarandi fólk í samfélaginu.

EVA MATTADÓTTIR

Eva er með þrennskonar alþjóðleg þjálfararéttindi frá Dale Carnegie & Associates og hefur þjálfað fjölda fólks síðastliðin 7 ár, hópa og einstaklinga á öllum aldri, allt frá grunnskólabörnum að stjórnendum fyrirtækja. Eva útskrifaðist sem markþjálfi 2014, er REIKI heilari, bandvefslosunar kennari, dáleiðari og með NLP Master Practitioner réttindi.

Eva veit fátt betra en að dansa af innlifun við góðan takt og lifa þannig í gleðinni!

SYLVÍA BRIEM FRIÐJÓNS

Sylvía er með BA í sálfræði, þrennskonar alþjóðleg þjálfararéttindi Dale Carnegie & Associates og 9 ára reynslu af þjálfun á ungu fólki, fullorðnum og stjórnendum fyrirtækja. Hún er með heilsu- & markþjálfa réttindi frá New York, grunnnám í dáleiðslu, Reiki heilun, bandvefslosunar kennari og diplómu í NLP (Neuro Linguistic Programming) þjálfun frá Ráðgjafaskóla Íslands.